Wednesday, September 08, 2004
Nýji síminn
Jamm ég hef komist að því að ég þoli ekki stofnanir. Er með síma sem ég keypti á tilboði hjá símanum fyrir um hálfu ári síðan. Hann er þannig úr garði gerður að hann var aðeins fyrir kort frá landsímanum og það kostar 5 þúsund krónur að láta þá brjóta lásinn (þrjúþúsund ef maður hefur átt hann í ár). Ég sem sé fór í það í gær að láta brjóta lásinn og borgaði fyrir það 5 þúsund krónur og var símalaus í heilan dag. Fékk svo síma rétt fyrir 6 í gær og prófaði að skipta um kort í honum og vola fæ þessi fínu skilaboð á skjáinn "insert correct sim card" frábær helvíti síminn pikklæstur enn. Þarf því að fara niðureftir á eftir til að rífast og vera með almenn leiðindi, þoli ekki svona bull, þetta kostaði heldur ekki 2þúsundu krónur, neibb þetta var einn blár og þá setur maður þá kröfu að þetta drasl virki. Í danmörku var nóg að hringja eitt símtal eftir 6 mánuði og þá losuðu þeir lásinn í tölvunni hjá sér og það gerðist strax!! Fyrrverandi ríkisbatterís helvíti segi ég!!!
Update Fór aftur upp í síma og í þetta skiptið tókst þeim að gera þetta rétt strákunum. Er því búinn að loka landsímakortinu og er kominn með Og vodafon kort.
Nýtt símanúmer er því 694 2714
No comments:
Post a Comment