Monday, August 30, 2004
Helgin búin
Jamm þá er helgin búin og alvara vikurnnar tekinn við. Ætlaði að vera duglegur í vinnunni um helgina en varði þess í stað allri helginni við að pússa og spartsla eina ferðina enn. Þessu pússi standi er nú samt að ljúka, ekki eftir nema að pússa yfir spartslið í gluggunum og spartla aftur í verstu sprungurnar sem eru ekkert svo slæmar. Það er því í raun ekkert til fyrirstöðu að fara að gluða einverju af þessum tólf lítrum af málningu sem við erum nú þegar búinn að fjárfesta í á veggina. Ætti að duga í umferð eða tvær en við þurfum a.m.k. þrjár umferðir af málningu til að hylja þessa glæsilegu liti sem eru núna á veggjunum. Ástþóri Erni þykir mikið gaman að hlaupa um tóma íbúðina með spýtur og prik, verður efalaust hundfúll þegar kominn verða í hana húsgögn. Annars þá var tandori kjúklinga boð hjá tengdaforeldrunum í gær, alger snilld eins og alltaf. Magnað hvað það er gaman að borða góðan mat, hrein snilld það er!
No comments:
Post a Comment