Tuesday, August 31, 2004
Málun
Jamm þá er málningarvinna hafinn í íbúðinni. Fórum í gærkvöldi og límdum á innréttingar og þesslags og grunnuðum edhúsnið og snurfusuðum. Svanhildur fór svo ein í morgun þegar ég fór í vinnuna og er hún búin núna að mála eina umferð yfir eldhúsið þannig að þetta er allt komið vel af stað. Verður munur að koma eldhúsinu frá þannig að hægt verði að flytja inn diska og potta og þesslags og byrja að koma sér fyrir í rólegheitunum á meðan verið er að mála aðra hluta íbúðarinnar. Svo fæ ég mann í að pússa parketið næsta mánudag þannig að maður ætti að geta flutt inn aðra helgi. Annars er þetta búinn að vera fínn morgun, fundir í allan morgun og meira að segja leifar af afmælisköku úr barna afmæli sem ein tók með sér í morgun. Fundur, kaffi og kökur fín blanda til að fá smá pásu frá blessuðum tölvuskjánum! Ástþór Örn er svo í sveitinni með ömmu og afa efalaust í miklu spaugi ef ég þekki minn mann rétt, hann kemur svo til baka á fimmtudag! En aftur að tölvuskjánum....!
No comments:
Post a Comment