Thursday, September 02, 2004

Málningarþreyta



Jamm verða að viðurkenna að ég er að verða frekar þreyttur á þessu málningarstandi öllu saman. Maður er mættur í vinnu um átta og strax um fjögur er farið í Kópavoginn og byrjað að mála og líma málningarteyp og mála og mála og mála!! Þurfti fjórar umferðir á eldhúsið!!! Litir í stofu eru ekki skárri, hreint ekki þarf ábyggilega fullt af umferðum á það, líka alltaf gaman að mála ofna í appelsínugulum lit!!! Hvað er að fólki þessir litir eru hreinn viðbjóður, en voru nú sennilega í tísku á sínum tíma, hann er sem betur fer löngu liðinn. Annars tókum við okkur pásu frá málningarstörfum um kvöldmatartímann í gær og skelltum okkur á Fridays og fengum okkur smá bita, það var bara nokkuð vel heppnað hjá þeim strákunum, í dýrari kantinum en nokkuð gott. Svo er bara að vinna til fjögur í dag og drífa sig svo í málninguna. Þannig að ef það er einhver þarna úti haldin sjálfspíningarkvöt þá er hann velkominn eftir fjögur í málningarvinnu :-)

No comments: