Wednesday, September 01, 2004
Karl Sverrisson
Jamm þegar ég mætti í vinnuna þá beið mín bréf frá hvorki meira en minna en Karli Sverrissyni. Fyrir þá sem ekki vita þá er Kalli (oft kallaður bronsson í höfuðið á nafna sínum Charles (einni stytt í Bronsi)) snillingur af guðsnáð. Það er svo magnað með svona menn eins og Kalla að hann er bara snillingur, það er ekki ákvörðun hjá honum og hann getur í rauninni ekkert að því gert, hann er bara snillingur og fyrirmynd annarra í almennum fíflagani og góðu spaugi. Þar komast menn ekki með hælana þar sem kalli geymdi gúmmískóna í gær!! Karl er sem sé búinn að vera að vinna á bát í Brasilíu og er núna vélstjóri á lúxussnekkju á Bahamaeyjum. Það er gaman til þess að vita að það eru menn sem fara ekki troðnar slóðir og gerast skrifstofuþrælar eða verkamenn og gera eitthvað sniðugt og eftirmynnanlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við Kalli verið saman í skóla og bekk í all mörg ár og útskrifuðumst við saman úr vélskólanum og bjuggum saman ásamt þeim Torfa og Baldri á Hóli einn vetur. Jamm ég hef oft lifað leiðinlegri vetur en þann vetur!! En spurning um að fara að slíta upp eina flösku af rommi og skála fyrir Kalla í heitulöndunum!!! (Nú eða bara landa í kaffi og púðursykur)!!!
No comments:
Post a Comment