Friday, September 03, 2004

Meiri málning



Jamm nú eru komnar tvær umferðir á alla vonda liti (nema ekki farið í herbergin ennþá) og það er mesta furða hvað þær ná að þekja. Með smá lukku þarf ekki að fara nema eina umferð yfir í viðbót. Ástþór Örn er svo að byrja hjá dagmömmu í dag, Svanhildur er þar með honum núna í smá aðlögun, vona innilega að það gangi vel. Manni er alltaf hálf illa við að láta einhverna vandalausan sjá um barnið sitt en það er víst tilfinning sem maður verður að venjast. Annars þá er hektískt að gera í vinnunni hjá mér, þannig að með málningu fram á kvöld þá verð ég að viðurkenna að ég er orðinn drullu þreyttur, hjálpaði ótrúlega til að fara að sofa laust upp úr 10 í gær (maður á að gera slíkt oftar, hvílík snilld það er). En brátt mun það helgi vera og er það Vel með stóru vaffi! Lifið heil eða a.m.k. að þremur fjórðu og eigið góða helgi

No comments: