Wednesday, September 22, 2004

Allt að koma



Jamm þá er þetta allt að skríða saman hjá okkur í voginum er við kópa er kenndur. Fórum bræðurnir í smá innkaupaleiðangur í gær og slitum upp þvottavél og frystikistu og burðuðumst með þetta inn í íbúð. Þvottavélin var drullu þung verður að segjast og verst var að hún var í flutningpakkningum og plastið undir henni var svo hált að maður þurfti að læsa nöglunum í það undir vélini til að missa ekki takið. Maður fékk svo tilfinningar í fingurnar aftur um haustið sem var ekki seinna vænna því að kistan var eftir en hún var nú spaug við hliðina á þvottavélinni! Svo fórum við Svanka í gærkvöldi og settum upp borð og hillur og sófa og þrifum skápa og skúffur og blettuðum í málningu þar sem þess var þörf. Settum nýtt áklæði á svefnsófan okkar svo núna er hann eins og nýr og bíður þess að sjónvarpstæki komi í hús svo að hans ambitionir verði uppfylltar, i.e. menn geti brúkað hann við sjónvarpsgláp!!

No comments: