Friday, September 24, 2004
Heirðu þá er það helgin!
Loksins loksins loksins er helgin komin og ber því að fagna það er bara þannig. Frekar erfitt að drulluslefast fram úr rúminu í morgun, hlý sæng og rigning og rok frá helvíti gnauðandi á glugga vora. Tókst samt að endingu eftir 30 mínótur í það að safna siðferðisþreki til að koma sér framúr. Náði samt að vera mættur 7:15 í vinnuna fannst ég standa mig vel þar, spurning um að verðlauna sig með einni kippu af öli í kvöld!!! Aldrei veit maður ekki neitt nema allt í einu og þá er það kannski of seint eins og maðurinn mælti ekki um árið. Búinn að flytja obban af klæðum mínum og koma fyrir í skáp þeim er við enda rúms míns dvelur í voginum er við kóp er kenndur. Hlutirnir eru sem C að malla í ágætum farvegi, spurningin um að herja bíl litlu systuminnar út úr henni (ekki það að hann sé uppi í henni bókstaflega) og flytja síðustu kassana og borðin úr gerðinu langa er hefur yfir okkur skjóli skotið undan farið ár og nokkur ár þar áður. Þar með verður málið klárt, dautt búið, finídos!!
No comments:
Post a Comment