Tuesday, September 21, 2004
Fyllerí
Jamm það vildi svo skemmtilega til að ég fór á fyllerí á föstudaginn. Hittumst gamlir starfsmenn úr ELKO og átum sama steik og drukkum öl hvað mest við máttum. Það var helvíti gaman að hitta piltana aftur en menn eru náttúrulega komnir í allar áttir eins og lög gera ráð fyrir. Laugardagurinn var í staðinn frá helvíti báðar leiðir. Spurning um að taka ekki 99 í nefið á fylleríum, ekki gott fyrir daginn eftir, ég ældi þó ekki eins og obbinn af liðinu og vil ég meina að neftóbakið hafi hjálpað þar til. Enn alltaf gaman að fá sér smá í tána verður að segjast svo lengi sem maður gerir það sjaldan. En ég kláraði parketlistana í gær juhúúúú og við Svanhildur sóttum dótið okkar sem var í geymslu hjá Þórdísi og Didda. Sem C tveir bílskúrar ekki lengur í gíslingu af dótinu okkar. Átti að geymast í svona 3 mánuði en þeir urðu að ári eða svo. Svo eru bara nokkri kassar (slatti) eftir í langagerði ætlum að koma hinum fyrir fyrst og vera farinn að gista þarna ekki seinna en um helgina! Skálum fyrir því!!
No comments:
Post a Comment