Thursday, September 23, 2004
Helgin
Þá er farið að styttast í helgina í annan endann og aldrei þessu vant í þann rétta!! Var að pússa glugga og dúlla mér í gær, enn með öll vit full af spartslryki, sennilega eitthvað sem maður klikkar ekki á oftar en einusinni að vera með rykgrímu littla að stærð!!! Nú er í raun bara eftir að skrúbba hansagardínuógeðin sem að voru í íbúðinni og þá er hægt að fara að sofa þarna!! Eigum reyndar líka eftir að fá nýjan rúmbotn frá þeim strákunum í Marco þar sem að sá gamli var allur rifinn og tættur þegar hann var tekinn úr plastinu og þeir ætla náttúrulega að skifta honum út. Kemur vonadi bráðlega. En núna er bara brostið á með bílrúðusköfun og kulda á morgnanna, ekki gott mál það, þýðir í raun bara að haustið er að hörfa og vetur pungur að ganga í garð!! Ég persónulega auglýsi eftir sól og sumri, vill láta setja bráðabirgðalög á snjó hið snarasta!!!
No comments:
Post a Comment