Saturday, September 25, 2004

Flutt



Heyrðu það vill svo skemmtilega til að við erum flutt. Búið setja bækur í hillur og föt í skáp og elda Dalslamb í ofni vorum og skola niður með rauðu í boði tengda móður minnar. Þakkir til hennar. Svo er það fyrsta nóttin á nýjum stað. Búinn að setja upp gardínur fyrir svefnherbergisgluggana aðrar gardínur í pöntun, IKEA er með einhvern spastískan fávita sem innkaupastjóra, það var nákvæmlega sama hvað við spurðum um í dag, ekkert var til og það var minimun 2 vikur í þetta allt. Ekki góð stjórnun á innkaupunum á þeim bænum. En núna leggjast til hvílu í nýja ameríska sealy rúminu okkar og sofa lengi og vært!!

No comments: