Monday, December 06, 2004
Þá er útboðið komið út
Jamm þá er útboðið komið út og ég ekkert smá feginn að vera ekki með þetta hangandi yfir mér lengur. Stefni að því að vinna ekki nema til 16 í dag og fara heim að slappa af. Jamm var heima í gær með syninum þar sem Svanhildur var að vinna í ritgerðinni sinni í gær af miklum dugnaði. Var alveg ótrúlega magnað að fara ekki í vinnu í gær, klárt tilfinning sem mætti venjast. Svo er maður bara andlaus í dag og veit ekki hvað maður á af sér að gera og á slíkum dögum er best að taka bara saman hönnunina sína og setja í möppur og ganga frá þessum stöflum á borðinu hjá sér. Ef maður gerir þetta ekki strax eftir útboð þá gerir maður þetta ekki sem er mjög slæmt. En núna er ég kominn í andlegt jólafrí og er það vel. Ástþór svaf í einum dúr til hálf átta í morgun þannig að hann var sofandi þegar ég fór í vinnuna, rumskaði ekki alla nóttina sem er ólýsanlega frábært, vakar oft svona einusinni á nóttu en ekki núna. Sem C tilveran bara sól og suðandi englar í dag!
No comments:
Post a Comment