Thursday, December 09, 2004
Laufabrauð
Jamm í gær var gert laufabrauð á mínu heimili. Tengdaforeldrarnir mættu og skorið var út um stund og kökurnar svo steiktar. Reyndist hið besta laufabrauð eins og við var að búast. Jamm, við öll í þjóðlegu hefðunum þetta árið, slátur og laufabrauð, synd að við eigum ekki taðreikingarkofa þá hefði maður gert hangikjöt sjálfur :-) En svo er enn eftir að gera konfekt það myndi ég telja mikla verðingu, slíta upp nokkur kíló af hökkuðum möndlum meðhöndlaðar á sérstaka vísu og kallaðar marsípan á eftir. Jamm en það verður nú sennilega ekki farið í það fyrr en frúin á heimilinu verður búin í prófum. Verður nokkuð stíf törn hjá henni fram að prófi og ég verð með littla manninn á meðan. Já svona líður tíminn, búmm og það eru kominn jól!
No comments:
Post a Comment