Tuesday, December 07, 2004
Rólegheit
Jamm það eru rólegheit núna miðað við undanfarnar vikur og ég verð að segja að ég kann því vel. Kannski ekkert svo rólegt miðað við eðlilega vinnustaði en mjög rólegt miðað við undanfarnar vikur!! Búinn að taka til á borðinu mínu og setja öll gögn í möppur og núna glansar á allt hjá mér, almagnað það enda ekki seinna vænna en að gera jólahreingerninguna!!! Skruppum í gerðið langa í gær og þar var verið að líma saman og skreita piparkökuhús og ég fór að tíma til drasl af kvistinum sem við áttum enn eftir að fara með heim. Minnkar alltaf draslið sem við eigum þar en er þó smá eftir enn. Ástþór Örn svaf aðra nótt án þess að rumska núna og er það vel, ágætt að hann er ekki fullur af kvefi núna sem var alltaf að vekja hann upp! En núna er best að fara að þýða 42bls skjal á ensku þar sem skiljurnar mínar verða smíðaðar í útlöndum!
No comments:
Post a Comment